Fjórir látnir eftir árás Ísraelshers á Ramallah

Fjórir eru látnir og tuttugu eru særðir eftir að Ísraelsher gerði árás á borgina Ramallah á Vesturbakkanum í dag. Allir þeir sem létust voru skotnir af ísraelskum hermönnum. Þrír þeirra voru um tvítugt en ekki liggja fyrir upplýsingar um aldur þess fjórða.

Árásin var gerð á sama tíma og forsætisráðherra Ísraels, Ehud Olmert, hélt af stað til bæjarins was of Sharm el-Sheikh við Rauða hafið til viðræðna við forseta Egyptalands, Hosni Mubarak, um frið í Miðausturlöndum.

Á annan tug ísraelskra herbíla var ekið inn í miðbæ Ramallah um klukkan 14:00 að íslenskum tíma í dag. Í kjölfarið heyrðust sprengingar og skothríð sem stóðu yfir í um klukkustund, samkvæmt frétt AFP fréttastofunnar.

Samkvæmt talningu AFP hafa alls 5.623 látist í átökum á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum frá því september 2000.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert