Eldflaugatilraunir Kínverja valda mönnum áhyggjum

Kínverskir hermenn.
Kínverskir hermenn. Reuters

Kínverjar hafa mætt mikilli gagnrýni á alþjóðavísu vegna tilraunar með vopn sem þeir eru sagðir hafa gert úti í geimi í síðustu viku. Japanir hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna þessa auk Bandaríkjanna og Ástralíu.

Talið er að Kínverjar hafi skotið miðdrægri eldflaug frá jörðu niðri til að eyðileggja gamlan veðurgervihnött.

Fréttaskýrendur segja að þetta sé fyrsta gervihnattatilraunin sem hefur verið framkvæmd með þessum hætti í yfir 20 ár.

Þrátt fyrir að tæknin sé ekki ný af nálinni þá sýnir þetta fram á hvað kínverski herinn er megnugur að gera að því er fréttaskýrandi BBC í Kína segir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert