Þingkosningar í Serbíu í dag

Þingkosningar eru í Serbíu í dag, þær fyrstu frá því að Svartfjallaland lýsti yfir sjálfstæði. Um 6,5 milljónir manna eru á kjörskrá og stendur valið milli harðlínu-þjóðernisflokka og Evrópu- og umbótasinnaðra flokka. Enginn flokkur nær meirihluta á þingi samkvæmt könnunum, en búst er við því að flokkar núverandi forsætisráðherra og forseta myndi stjórn að kosningunum loknum.

Demókrataflokkur forsetans Boris Tadic (DS), íhaldssamur demókratadlokkur forsætisráðherrans Vojislav Kostunica (DSS) og þjóðernissinnaflokkur Vojislac Seselj (SRS) fá mest fylgi í kosningunum samkvæmt könnunum.

Efnahagsmál, einkavæðing, spilling og samkipti við Evrópu munu hafa verið efst á baugi í kosningabaráttunni, en málefni Kosovo verða forgangsatriði þegar ný stjórn tekur við, en Sameinuðu þjóðirnar munu gefa út stefnu sína í málefnum héraðsins að loknum kosningum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert