Hjúkrunarkona segir 20 lækna geta verið föður barns síns

Tvöfaldur helix DNA erfðaefnis.
Tvöfaldur helix DNA erfðaefnis. Reuters

Merima F., hjúkrunarkona á Kosevo sjúkrahúsinu í Sarajevo og nýbökuð móðir, segir 20 lækna geta verið föður barnsins. Málið hefur nú komist í fjölmiðla í Bosníu og talað um kynlífshneyksli innan sjúkrahússins, en hjúkrunarkonan lét forstöðumann þess hafa lista með nöfnum þeirra lækna sem þyrftu að gangast undir faðernispróf.

Merima fæddi dreng í síðasta mánuði og bað þá stjórn sjúkrahússins um að gera rannsókn á því hver faðirinn væri, að því er fram kemur í bosnísku tímariti, Slobodna Bosna. Talsmaður sjúkrahússins segist kannast við þessar sögur en að læknarnir séu 15, ekki 20. Margir læknanna eru þekktir í Sarajevoborg, að sögn tímaritsins. Merima ku hafa sagt í viðtali við tímaritið að allir hafi læknarnir heitið henni gulli og grænum skógum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert