Ákærðir fyrir að fella „Hróa hattar-tréð“

Loftmynd af trénu eftir að það hafði verið fellt.
Loftmynd af trénu eftir að það hafði verið fellt. AFP/Oli Scarff

Tveir menn hafa verið ákærðir fyrir að hafa fellt „Hróa hattar-tréð“ svokallaða á síðasta ári.

Tréð, sem var eitt það mest ljósmyndaða á Englandi, stóð við hlið Hadríanusarmúrsins, sem er á lista UNESCO yfir heimsminjar, í norðausturhluta landsins.

Þar hafði það staðið í yfir 200 ár. Í september í fyrra, eftir að óveður hafði geisað, komið í ljós að búið var að fella það.

Daniel Graham 38 ára, og Adam Carruthers, 31 árs, hafa einnig verið ákærðir fyrir að hafa valdið glæpsamlegum skemmdarverkum á Handríanusarmúrnum, að sögn embættis saksóknara.

Þeir verða leiddir fyrir dómara 15. maí næstkomandi.

Tréð áður en það var fellt.
Tréð áður en það var fellt. AFP/Oli Scarff

Vonir standa til að tréð geti vaxið aftur út frá stofni sínum eða fræjum. Tréð var þekkt kenni­leiti svæðis­ins og stóð á afar fal­leg­um stað. Það var m.a. notað í kvik­mynd­inni Robin Hood: Prince Of Thieves með Kevin Costner í aðalhlutverki, sem kom út árið 1991. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert