Leitar að nýju félagi á LinkedIn

Steven Caulker í leik með Tottenham Hotspur.
Steven Caulker í leik með Tottenham Hotspur. AFP

Knattspyrnumaðurinn Steven Caulker, sem lék meðal annars fyrir Tottenham Hotspur, Liverpool og Swansea City í ensku úrvalsdeildinni, leitar sér nú að nýju félagi fyrir næsta tímabil. Leitin er nokkuð óhefðbundin.

Caulker er 32 ára gamall miðvörður sem var síðast spilandi þjálfari Málaga City í fimmtu efstu deild Spánar og ákvað að setja inn færslu á LinkedIn, samfélagsmiðil sem leggur áherslu á allt tengt atvinnu og atvinnutækifærum.

Treysti á galdra ykkar

„Kæra LinkedIn fjölskylda, nú verð ég að treysta á galdra ykkar. Ég er í leit að nýju félagi fyrir tímabilið 2024/2025.

Helst sem þjálfari en ég er ennþá opinn fyrir því að spila,“ skrifaði hann á samfélagsmiðlinum.

Caulker á að baki einn A-landsleik fyrir England, vináttulandsleik árið 2012, en skipti síðar um ríkisfang og er búinn að leika 13 A-landsleiki fyrir Síerra Leóne frá árinu 2022.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert