Áfram barist á Gaza þrátt fyrir vopnahlé

Þrátt fyrir vopnahléssamkomulag milli fylkinga Hamas og Fatah á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna í gærkvöldi þá eru enn bardagar á Gaza milli Fatah- og Hamasliða.

Á fréttavef BBC kemur fram að átök hafi brotist út á tveimur stöðum á Gaza í nótt og í morgun þrátt fyrir vopnahléið. 22 létust og að minnsta kosti tvö hundruð særðust síðasta sólarhringinn áður en samkomulagið var undirritað í gærkvöldi.

Bandaríkjastjórn, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir áhyggjum af ástandi mála í Palestínu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert