Forsætisráðherra Palestínu hvetur menn til þess að virða vopnahlé

Ismail Haniya, forsætisráðherra Palestínu, kallaði eftir því í dag að menn haldi ró sinni á sama tíma og stanslaus ofbeldisverk ógna hinu brothætta vopnahléi sem Hamas-samtökin og Fatah-hreyfing Mahmud Abbas hafa sammælst um.

„Ég ítreka ákall mitt til fólksins míns að menn leggi niður vopn þegar í stað og að byssumenn hverfi af götunum og að öryggissveitirnar snúi aftur til sinna stöðva,“ sagði Haniya við blaðamenn sem hann ræddi við á heimili sínu í Al-Shati flóttamannabúðunum í Gaza-borg.

Þá kallaði Haniya eftir því að Abbas gefi forsetavörðunum, og þeim öryggissveitum sem heyri undir hans stjórn, skýr fyrirmæli að fylgja því samkomulagi sem menn hafa sammælst um. Með orðum sínum vísaði Haniya til vopnahléssamkomulags sem náðist á föstudagskvöld.

„Áframhaldandi blóðsúthellingar eru ekki í þágu fólksins okkar,“ sagði Haniya.

Mikil spenna ríkir á Gaza.
Mikil spenna ríkir á Gaza. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka