Hryðjuverkafræðsla gerð að skyldu í dönskum skólum

Suður-kóreskir slökkviliðsmenn aðstoða almenning á hryðjuverkaviðbragðsæfingu í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu.
Suður-kóreskir slökkviliðsmenn aðstoða almenning á hryðjuverkaviðbragðsæfingu í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu. AP

Bertel Haarder, menntamálaráðherra Danmerkur hefur ákveðið að fræðsla um hryðjuverk skuli gerð að föstum þætti í sögukennslu í grunnsaskólum landsins en fram til þessa hefur það verið ákvörðun hvers skóla fyrir sig hvort og þá hvernig fræðslu dönsk ungmenni fá um hryðjuverk. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

„11. september markaði tímamót í mannkynssögunni og einnig í sögu Danmerkur þar sem hann leiddi til Múhameðsteikningamálsins. Það er því mikilvægt að allir nemendur þekki vel sögu hryðjuverka.” segir Haarder.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert