Cheney heimsækir Pakistan

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna
Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna AP

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, er í óvæntri heimsókn til Pakistan, þar sem hann mun ræða við forsetann Pervez Musharraf um baráttuna við hryðjuverkasamtökin al-Qaída og starfsemi talibana í Pakistan og Afganistan.

Bandaríkjamenn líta á Pakistana sem bandamenn sína, en bandarísk stjórnvöld hafa að undanförnu krafist þess að Pakistanar geri meira til að stöðva uppgang öfgamanna í landinu. Bandaríkjamenn halda því fram að þjálfunarbúðir á vegum al-Qaída hafi verið reistar í Pakistan, þá er einnig óttast að talibanar ætli að standa fyrir hernaðaraðgerðum í vor

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert