Sarkozy andvígur hernaðaraðgerðurm gegn Írönum

Nicolas Sarkozy
Nicolas Sarkozy Reuters

Franski forsetaframbjóðandinn Nicolas Sarkozy sagði í viðtali við franska útvarpsstöð að sem forseti myndi ekki samþykkja þáttöku Frakka í árásum á Íran ef Bandaríkjamenn ákveða að hefja hernaðaraðgerðir. Sarkozy er innanríkisráðherra Frakklands og þykir hliðhollastur Bandaríkjamönnum af þeim sem sækjast eftir forsetaembættinu.

Sagðist Sarkozy vera hlynntur viðskiptaþvingunum S.Þ. gegn Írönum og að þær skiluðu bersýnilega árangri þar sem sveitarstjórnarkosningarnar í Íran hefðu verið áfall fyrir Mahmoud Ahmadinejad, forseta landsins.

Robert Gates, varnamálaráðherra Bandaríkjanna hefur sagt að Bandaríkjamenn hafi ekki í hyggju að grípa til hernaðaraðgerða gegn Írönum. Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna hins vegar hefur varað við því að „allir möguleikar séu opnir" hvað varðar aðgerðir til að stöðva kjarnorkuáætlun Írana.

Aðspurður um hvort hann myndi styðja hernaðaraðgerðir gegn Íran svaraði Sarkozy neitandi og sagði „þegar litið er til þess sem er að gerast í Írak...", án þess að útskýra mál sitt frekar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert