Ólöglegar bréfalúgur valda vandræðum

Fólk með ólöglegar bréfalúgur gæti þurft að sækja póstinn sjálft.
Fólk með ólöglegar bréfalúgur gæti þurft að sækja póstinn sjálft. mbl.is/Þorkell

Sænski Pósturinn íhugar að hætta að bera póst heim til fólks sem er með bréfalúgur sem eru í rangri hæð samkvæmt vinnulöggjöfinni. Búið er að hafa samband við þau 30 þúsund heimili sem eru með lúgurnar á röngum stað og fólk beðið að skipta um hurð eða fá sér pósthólf.

Lúgurnar mega ekki vera neðar en í 60 cm hæð og ekki ofar en í 125 cm hæð og samkvæmt Dagens Nyheter bera sænskir bréfberar með allt að 500 heimili á sinni könnu og það getur verið slítandi fyrir hné og axlir að setja bréf í þær lúgur sem eru ofan eða neðan við staðalinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka