Starfsmannastjóri dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna segir af sér

Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna.
Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Reuters
Kyle Sampson, starfsmannastjóri dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur sagt af sér vegna brottreksturs átta alríkissaksóknara og eykst nú þrýstingurinn á að dómsmálaráðherrann, Alberto Gonzales, segi af sér vegna málsins. Málið þykir allt hið vandræðalegasta fyrir ríkisstjórn George W. Bush Bandaríkjaforseta, en þingnefnd rannsakar nú hvort brottrekstur saksóknaranna hafi verið samkvæmt tilskipun forsetans.

Sampson er sagður hafa sagt af sér vegna brottreksturs saksóknaranna en helstu dagblöð Bandaríkjanna sögðu frá því í dag að Hvíta húsið hefði lagt það til fyrir tveimur árum að öllum alríkissaksóknurum Bandaríkjanna yrði sagt upp en sætt sig við smærri hóp síðar, mennina átta.

Ríkissaksóknararnir átta voru allir reknir eftir að Bush ræddi við Gonzales um að kvartanir hefðu borist yfir því að þeir hefðu ekki fylgt nægilega eftir rannsóknum á kosningasvindli, að því er talskona forsetans, Dana Perino, heldur fram í samtölum við Washington Post og New York Times.

Washington Post heldur því fram að Sampson hafi sagt af sér eftir að hafa viðurkennt að hann hafi ekki látið embættismenn í dómsmálaráðuneytinu vita af samskiptum sínum við forsetaembættið. Sú yfirsjón hafi leitt til þess að embættismenn ráðuneytisins færðu þingnefndinni ónægar upplýsingar um málið og þar af Gonzales eiðsvarinn.

Gonzales kom fyrir þingnefndina í upphafi árs og sagði að stjórnmál hefðu ekkert með uppsagnirnar að gera. Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins, segir Bush ekki eiga þátt í uppsögnunum. Reuters segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Nýr og óupptekinn Infrarauður Saunaklefi á 234.000
- hiti 30-65 C - 2manna klefi - Interior Wood: Hemlock - Exterior Wood: Hemlo...
BÓKBAND
Bókasafnarar athugið. Eggert Ísólfsson bókbandsmeistari tekur að sér allar gerð...
38 ferm sumarbústaður og geggjuð lóð til sölu.
Paradís til sölu í Eyrarskógi, 1 klukkutími frá Reykjavík Hrísbrekka 19, 301...
Ódýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Han...
L helgafell 6017091319 iv/v fjhst.
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017091319 IV/V Fjhst. ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...