Biðjast afsökunar á því að svindla í barnaþætti

Hópur frá barnastöð breska ríkissjónvarpsins, CBBC, kom hingað til lands …
Hópur frá barnastöð breska ríkissjónvarpsins, CBBC, kom hingað til lands 1999 til að taka upp efni fyrir Blue Peter. Hér sést einn stjórnenda þáttarins þá, Zöe Salmon, í Skautahöll Reykjavíkur. mbl.is/Árni Sæberg

Umsjónarmenn Blue Peter, bresks barnasjónvarpsþáttar CBBC, hafa beðist afsökunar á því að hafa svindlað í keppni þar sem börn áttu að hringja í þáttinn og svara spurningu. Börnin áttu kost á því að vinna sér inn leikfang með því að svara spurningunni rétt en engum tókst það og var barn sem statt var í myndverinu beðið um að hringja og gefa upp rétt svar. Barnið hlaut síðan verðlaunin.

Kynnir þáttarins, Connie Huq, bað börnin afsökunar í sjónvarpi á þessu svindli og að hafa valdið þeim vonbrigðum. Umsjónarmaður barnasjónvarps BBC segir þetta alvarlegt brot siðferðislega. BBC segist ekki hafa hagnast á símtölunum, sem kostuðu 10 pens hvert, þar sem 3,25 pens hafi farið til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Sky segir frá þessu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert