Noma er komið með tvær Michelin-stjörnur

Norðurbryggja þar sem Noma og sendiráð Íslands eru til húsa.
Norðurbryggja þar sem Noma og sendiráð Íslands eru til húsa. mbl.is/GSH

Norræni veitingastaðurinn Noma (Nordisk Mad) er með tvær Michenlin-stjörnur í veitingahúsahandbók Michelins fyrir árið 2007. Árið 2005 fékk Noma eina stjörnu en nú eru þær orðnar tvær og er Noma eina veitingahúsið í Danmörku með tvær stjörnur.

Noma er við Strandgade 89, í húsi sem nefnist Norðurbryggja við Kristjánshöfn, þar sem íslenska sendiráðið er til húsa ásamt sendiskrifstofum Grænlands, Færeyja og Noregs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert