Skattalækkanir boðaðar í Bretlandi

Gordon Brown með fjárlagafrumvarpið í tösku sinni.
Gordon Brown með fjárlagafrumvarpið í tösku sinni. Reuters

Gordon Brown, fjármálaráðherra Bretlands, boðaði í fjárlagaræðu sinni í dag, að tekjuskattur verði lækkaður úr 22% í 20% á næsta ári. Þá hét hann auknum skattafríðindum fyrir lífeyrisþega og styrkjum til þeirra til að bæta einangrun húsa. Á móti verða umhverfisskattar hækkaðir, þar á meðal mengunarskattar á gamla bíla.

Brown hafnaði kröfum Íhaldsflokksins um að virðisaukaskattur verði lagður á flugmiða. Hins vegar munu skattar á bjór og léttvín hækka og einnig sígarettutollar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert