Framtíð Kristjaníu óviss

Borgarhlið Kristjaníu.
Borgarhlið Kristjaníu. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íbúar í fríríkinu Kristjaníu í Kaupmannahöfn hafa frestað því að taka ákvörðun um hvort taka skuli tilboði ríkisins um að sameinast Danmörku af fúsum og frjálsum vilja. Íbúarnir sem eru um 300 talsins gátu ekki komist að samkomulagi á fimm klukkustunda löngum borgarafundi í gærkvöldi og frestuðu ákvörðunartökunni fram til sunnudags.

Í Berlingske Tidende kemur fram að tilboð ríkisins standi til 1. apríl en í því felst að Kristjaníubúarnir leggi niður málssókn sína gegn ríkinu.

Íbúarnir hafa farið fram á að fá eignarrétt sinn á svæðinu formlega viðurkenndann á þeim forsendum að eftir meira en 20 ára búsetu skapist hefðarréttur. Fríríkið Kristjanía var stofnað árið 1971 þegar íbúar frá Kristjánshöfn settust að í yfirgefnum herbúðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert