Átta féllu í árásum uppreisnarmanna í Bagdad í morgun

Reykur stígur upp frá Bagdad í morgun. Bandarísk herþyrla sést …
Reykur stígur upp frá Bagdad í morgun. Bandarísk herþyrla sést hér fljúga yfir. Reuters

Uppreisnarmenn felldu átta og særðu á annan tug manna í árásum í Bagdad í morgun. Í einni þeirra var bíl ekið að lögreglustöð í súnnítahverfinu Dura og hann sprengdur í loft upp. Fimm féllu í þeirri árás og 10 særðust, flestir lögreglumenn.

Í Abu Chir hverfinu féllu þrír þegar skotið var á þá með sprengjuvörpu og sjö særðust, þar af kona og barn. Uppreisnarmenn hafa haldið áfram árásum í Bagdad þrátt fyrir hertar öryggisaðgerðir hers og lögreglu þar. Í gær særðist aðstoðarforsætisráðherra landsins, Salam al-Zubayi, í sjálfsvígsárás í borginni. Zubayi var lagður inn á herspítala Bandaríkjamanna á Græna svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert