Páfi harðorður í garð ESB

Benedikt XVI páfi við messu í Róm í dag.
Benedikt XVI páfi við messu í Róm í dag. Reuters

Benedikt XVI páfi varaði í gær við því að kristnar rætur Evrópu gleymdust og að tekin yrði upp ,,undarleg útgáfa af brotthvarfi frá trúnni", og beindi þar orðum að Evrópusambandinu og lögum þess. 50 ára afmælis sambandsins er fagnað í Berlín í dag.

Brotthvarf frá trú er afar alvarlegt mál í kaþólskri trú og þykir páfinn því nokkuð stórorður og ómyrkur í máli. Páfi sagði grundvallargildum mannsins oft stefnt í hættu í Evrópu og hvatti til þess að lögum sem leyfðu fóstureyðingar og líknardráp yrði mótmælt. Það væru meðal annars brot á mannréttindum og gegn grundvallargildum kristni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert