Yfir 100 Írakar hafa fallið í sprengjutilræðum í dag

Bandarískar herþyrlur yfir Bagdad í dag.
Bandarískar herþyrlur yfir Bagdad í dag. Reuters

Sprengjutilræði hafa orðið rúmlega eitt hundrað Írökum að aldurtila í dag, þ.á m. 60 sem létu lífið er tveir sjálfsvígstilræðismenn sprengdu sig í loft upp á fjölsóttu markaðstorgi í Bagdad, en þetta er mannskæðasta tilræði sem framið hefur verið í borginni síðan Bandaríkjamenn hertu þar öryggisgæslu.

Tuttugu og fimm manns til viðbótar særðust á markaðinum, þar sem var mikill fjöldi fólks í helgarinnkaupum. Torgið er í hverfi sjíta í norðausturhluta Bagdad, sem öfgasinnaðir súnítar hafa ítrekað beint spjótum sínum að.

Tilræðið var framið skömmu eftir að 43 létu lífið og 80 særðust í sprengjutilræði á togi í bænum Khalis, þar sem sjítar búa, norður af Bagdad.

Alls hafa nú rúmlega 300 manns látið lífið í Írak á undanförnum tveim sólarhringum, og er þetta eitthvert mesta blóðbað í landinu í marga mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert