Tveir féllu í hryðjuverkaáhlaupi lögreglu í Marokkó

Öryggisveitir í Marokkó felldu einn uppreisnarmann og annar uppreisnarmaður sprengdi sjálfan sig í loft upp þegar öryggissveitirnar gerðu áhlaup í borginni Casablanca.

Í yfirlýsingu sem lögreglan sendi frá sér kemur fram að mennirnir hafi látist í dögun þegar öryggissveitirnar veittu þeim eftirför í el Fida hverfi Casablanca. Þá sagði að báðir mennirnir hafi verið með sprengiefni á sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert