Reykingamenn mótmæla í Danmörku

Um 400 reykingamenn afhentu yfirvöldum í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn 61.000 undirskriftir gegn nýjum reykingalögum í landinu í dag en samkvæmt lögunum, sem taka gildi 15. ágúst næstkomandi, verða reykingar m.a. bannaðar innandyra á kaffi- og veitingahúsum í landinu.

„Stjórnmálamennirnir verða að hlusta á okkur. Við höfum á skömmum tíma safnað rúmlega 61.000 undirskriftum og umræðan hefur sýnt að þjóðin stendur með okkur,” segir Johnny Beck, talsmaður hópsins, en samkvæmt skoðanakönnunum eru sjö af hverjum tíu Dönum hlynntir því að reykingar verði áfram heimilaðar á veitingahúsum.

Reykingamenn komu í rútum frá Álaborg, Árósum og Svendborg til að vera viðstaddir er Birthe Skaarup, formanni heilbrigðisnefndar danska þingsins, tók við undirskriftunum í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert