Fríblaðið Dato lagt niður

Danska fríblaðið Dato kom út í síðasta sinn í dag. Samsteypan sem gefur út Berlingske Tidende sagði í dag að ástæðan væri sú að ekki væri markaður fyrir fríblöð sem dreift er í heimahús og að útgáfan hefði ekki staðið undir væntingum.

Á vefsíðu Berlingske Tidende er vitnað í forstjóra samsteypunnar, Lasse Bolander sem sagði að ekki væri markaður fyrir fríblöð sem borin eru út á heimilin í landinu.

Hann sagði að menn tryðu enn á blöð sem dreift er úti á götu í stærri bæjum og því færist hluti starfsemi Dato yfir á blaðið Urban og stefnt er að því að gera Urban að víðlesnasta blaði Danmerkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert