Fórnarlömb byssumanns syrgð í Bandaríkjunum

Nemi við tækniháskólann í Virginíu sést hér sleppa blöðrum með …
Nemi við tækniháskólann í Virginíu sést hér sleppa blöðrum með nöfnum þeirra sem létust í skotárásinni á mánudag. Reuters

Í dag syrgja íbúar Virginíuríkis í Bandaríkjunum þá sem létu lífið er vopnaður maður skaut 32 í tækniháskólanum í Virginíu á mánudag. Byssumaðurinn tók í framhaldinu eigið líf.

Klukkan 12 að hádegi að staðartíma (kl. 16 að íslenskum tíma) var haldin þögn til að minnast hinna látnu. Þá er búið að skipuleggja vökur og bænastundir vítt og breitt um Bandaríkin til að minnast atburðanna í Blacksburg.

Lögreglan er sögð vera komin vel á veg með að komast að því hvers vegna Cho Seung-hui framdi morðin.

Þá mun sjálfstæð rannsóknarnefnd rannsaka það hvernig yfirvöld brugðust við neyðarástandinu sem skapaðist á mánudag.

Meðal þeirra sem eiga sæti í nefndinni, sem er skipuð sex manns, er Tom Ridge sem er fyrrverandi ráðherra heimavarna í ríkisstjórn George W. Bush.

Yfirvöld hafa verið sökuð um að hunsa ýmsar viðvaranir sem þeim hafa borist, m.a. er sagt að þeim hafi verið bent á að öðru fólki hafi stafað ógn af Cho sem er sagður hafa átt við geðræn vandamál að stríða.

Nemendur við tækniháskólann í Virginíu fara með bænir við minnisvörð …
Nemendur við tækniháskólann í Virginíu fara með bænir við minnisvörð sem var reistur á skólalóðinni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert