Herlið NATO gagnrýnt fyrir meint samþykki við valmúarækt

Afganskir valmúabændur að störfum.
Afganskir valmúabændur að störfum. Reuters

Herlið Atlantshafsbandalagsins, NATO, í Afganistan (Isaf) hefur hætt birtingu útvarpsauglýsingar sem skilja mátti sem samþykki fyrir valmúgarækt. Talsmaður herliðsins segir orðalag hennar hafa verið óljóst en í auglýsingunni sagði að herliðið hefði skilning á því að flestir Afganar ættu ekki annarra kosta völ en að rækta valmúa til að sjá sér farborða og að herliðið væri ekki í landinu til að berjast gegn slíkri ræktun heldur til að tryggja öryggi og elta uppi erlenda vígamenn. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Áður höfðu afgönsk yfirvöld og Sameinuðu þjóðirnar kvartað undan auglýsingunni sem útvarpað var á kostnað herliðsins í Helmand-héraði.

„Isaf gerði mistök, segir Zalmay Afzali, talsmaður þess ráðuneytis sem fer með baráttuna gegn framleiðslu fíkniefna í landinu. „Við förum fram á að Isaf leggi sig fram um að forðast slík mistök í framtíðinni þar sem þau geta skapað heljarstór vandamál fyrir þá sem eru að reyna að framfylgja þeirri stefnu afganskra stjórnvalda að berjast gegn framleiðslu fíkniefna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert