Heimsmet í brjóstagjöf

Þúsundir mæðra gáfu börnum sínum brjóst.
Þúsundir mæðra gáfu börnum sínum brjóst. Reuters

Mörg þúsund filippískar mæður gáfu í morgun börnum sínum brjóst til að stemma stigu við auglýsingum sem telja mæðrum trú um að barnamatur sé hollari en brjóstamjólkin. Það voru meðal annars starfsmenn UNICEF sem skipulögðu brjóstagjöfina og vonast þeir til að komast í heimsmetabók Guinness vegna fjölda mæðra sem gáfu brjóst samtímis.

Óopinberar tölur segja að í það minnsta 3,608 mæður tóku þátt á landsvísu. Þær komu saman í íþróttahúsum, félagsheimilum og á barnaheimilum til að gefa börnum sínum brjóst.

Ríkjandi heimsmet settu konur í Berkley í Kaliforníu er 1,130 mæður mótmæltu reglum um brjóstagjöf á almannafæri í ágúst 2002.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert