NATO varar Rússa við vegna minnisvarðadeilu

Atlantshafsbandalagið hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem Rússar eru hvattir til að koma í veg fyrir frekari hótanir og árásir gegn erindrekum við sendiráð Eistlands í Moskvu. Í yfirlýsingunni segir að NATO hafi þungar áhyggjur af hótunum í garð starfsfólks sendiráðsins, þar á meðal sendiherrans, þær séu óásættanlegar og verði að stöðva tafarlaust.

Þá segir í yfirlýsingunni að deiluna um sóvéska minnisvarðann sem fluttur var úr miðborg Tallin í síðustu viku verði að leysa með diplómatískum hætti.

Rússar hafa vísað á bug allri gagnrýni vegna mótmælanna og segja aðgerðir Eistlendinga hafa skaðað samskipti landanna alvarlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert