Par dæmt fyrir að drepa barn sitt úr næringarskorti

Bandarískt par sem eingöngu neytir jurtafæðu var í dag dæmt í lífstíðarfangelsi fyrir að valda dauða sex vikna sonar síns með því að veita því ekki nógu mikla næringu. Fékk drengurinn lítið annað að borða en sojamjólk og eplasafa og vóg 1,6 kíló er hann dó úr sulti.

Foreldrar drengsins neyta eingöngu grænmetis, en engra dýraafurða. Þeir voru fundnir sekir fyrr í mánuðinum um manndráp af gáleysi og grimmilega meðferð á barninu. Kviðdómur fundaði í sjö klukkustundir áður en hann kvað upp úrskurð sinn.

Verjandi parsins sagði að það hefði gert sitt besta án þess að hvika frá grænmetisfæðulífsstílnum. Saksóknari sagði að parið hefði vísvitandi lokað augunum fyrir því hversu alvarlegt ástand drengsins væri og neitað að fara með hann til læknis þótt hann væri að veslast upp.

„Það skiptir engu máli hversu oft þau klifa á því að þau séu grænmetisætur. Það er algjört aukaatriði í þessu tilviki,“ sagði saksóknarinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert