Blair sagði ríkisstjórninni að hann hyggist hætta í sumar

Tony Blair og Cherie yfirgefa Downingstræti 10 í morgun eftir …
Tony Blair og Cherie yfirgefa Downingstræti 10 í morgun eftir ríkisstjórnarfund. Reuters

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, mun flytja ræðu í kjördæmi sínu í Sedgefield nú fyrir hádegi þar sem hann skýrir opinberlega frá þeim áformum sínum að segja af sér embætti leiðtoga Verkamannaflokksins á næstunni og í kjölfarið embætti forsætisráðherra. Blair kynnti ráðherrum í ríkisstjórn sinni þessi áform sín í morgun.

Blair mun sitja áfram sem forsætisráðherra þar til eftirmaður hans í embætti leiðtoga Verkamannaflokksins verður kjörinn, líklega í júlíbyrjun.

Blair ætlar að halda ræðu í klúbbi Verkamannaflokksins í Trimdon en þar lýsti hann því yfir árið 1994 að hann sæktist eftir embætti flokksleiðtoga. Blair lýsti því yfir eftir síðustu þingkosningar í Bretlandi fyrir þremur árum, að núverandi kjörtímabil yrði hans síðasta.

Hvorki Blair né aðrir ráðherrar svöruðu spurningum fréttamanna eftir ríkisstjórnarfund í morgun. „Það er mikið að það tekst að hafa aga á ríkisstjórninni," sagði Jack Straw, þingflokksformaður Verkamannaflokksins og brosti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert