Flugvél SAS rýmd vegna hryðjuverkatals farþega

Norsk flugvél frá flugfélaginu SAS Braathens, sem átti að fara frá Björgvin til Kaupmannahafnar í morgun, var rýmd eftir að króatískur farþegi heyrðist segja að hann væri hryðjuverkamaður. Lögregla leitar nú í vélinni. Farþeginn var tekinn til yfirheyrslu og mun hafa sagt að hann hefði aðeins verið að spauga. „Það var þá dýrt spaug," sagði Thomas Midteide, upplýsingafulltrúi SAS Braathens.

Flugvélin átti að fara frá Flesnesflugvelli til Kaupmannahafnar klukkan 6:55 að norskum tíma en klukkan 7:10 var lögreglan kölluð til. Króatinn var á leið til Split í Króatíu með millilendingu í Kaupmannahöfn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert