Ísraelskir hermenn skutu tvo palestínska drengi til bana

Palestínskir sjúkrflutningamenn með lík drengjanna tveggja.
Palestínskir sjúkrflutningamenn með lík drengjanna tveggja. Reuters

Ísraelsher skaut tvo ellefu og þrettán ára palestínska drengi til bana í rústum ísaelsku landnemabyggðarinnar Dugit á norðurhluta Gasasvæðisins í dag. Staðhæfir talsmaður hersins að drengirnir hafi, ásamt þriðja drengnum sem er sextán ára, verið að reyna að koma fyrir sprengju við landamæli Gasasvæðisins og Ísraels. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

„Við vitum að nokkrir Palestínumenn skriðu að landamæragirðingunni. þeir vita að þetta er hættulegt svæði en hlýddu ekki fyrirskipunum um að stöðva og komu hættulegri sprengju fyrir við girðinguna," segir talskona hersins. Þá staðfestir hún að drengirnir hafi verið óvopnaðir og segir að talið sé að herskáir Palestínumenn hafi borgað drengjunum fyrir að koma sprengjunni fyrir.

Palestínsk yfirvöld segja hins vegar að drengirnir hafi verið að safna brotajárni og að skotið hafi verið fyrirvaralaust á þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert