Taylor mætti ekki til réttarhalda í Haag

Charles Taylor fyrir rétti í Sierra Leone á síðasta ári.
Charles Taylor fyrir rétti í Sierra Leone á síðasta ári. Reuters

Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, var ekki viðstaddur í réttarsalnum þegar réttarhöld hófust yfir honum fyrir stríðsglæpadómstóli Sameinuðu þjóðanna í Haag í Hollandi í dag. Taylor er ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu í borgarastyrjöld í Sierra Leone. Er hann fyrsti Afríkuleiðtoginn sem dreginn er fyrir alþjóðlegan glæpadómstól.

Taylor var fluttur til Hollands fyrir ári en það var ákvörðun sérstaks dómstóls, sem fjallar um málefni Sierra Leone, að réttað skyldi yfir Taylor í Haag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert