Snjókoma í Svíþjóð

Hér sést Kornhalmstorg í Stokkhólmi í vetrarskrúða síðasta vetur. Gott …
Hér sést Kornhalmstorg í Stokkhólmi í vetrarskrúða síðasta vetur. Gott veður er þar núna en í Mið-Svíþjóð snjóaði víða í nótt

Þegar íbúar í Härjedalen í Svíþjóð vöknuðu í morgun og litu út um gluggann blasti við þeim snæviþakin jörð. Sænskir fjölmiðlar segja nú veðrið hafa loks gengið af göflunum en veðurfræðingar þar í landi segja snjókomu um miðjan júní ekki óalgenga.

Í Tännäs i Sälenfjällen var nokkurra sentímetra snjólag í morgun en á svæðum sem liggja lægra yfir sjávarmáli var líka kalt í nótt og í dag. Á sumum svæðum í Dölunum snjóaði og í Östersund er aðeins um 6-7 gráðu hiti. I Jämtlandsfjällen snjóaði líka í nótt og í Funäsdalen var hiti við frostmark og slydda.

Veðurfræðingar hjá sænsku Veðurstofunni sögðu í samtali við Dagens nyheter að snjókoma væri ekki óalgeng í júní, sérstaklega þeim svæðum sem liggja hátt yfir sjávarmáli. Svíar hafa miklar áhyggjur af því hvernig veðrið verði á sumarsólstöðum þann 21. júní en það er mikil hátíðardagur í Svíþjóð. Veðurfræðingar spá því að það muni hlýna, sérstaklega í Suður-Svíþjóð en líkur eru á úrkomu annars staðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert