Ógætilegur akstur er synd

Frá páfagarði
Frá páfagarði ap

Ógætilegur akstur og hættulegur framúrakstur getur verið synd segir Páfagarður og eru ökumenn hvattir til að signa sig áður en þeir leggja út á þjóðvegi. Þetta kemur fram í skjali sem kardinálinn Renato Martino hefur gert að beiðni nefndar páfa um „flökku- og farandfólk”.

Í skjali sem dreift verður af rómversk-kaþólsku kirkjunni í sóknum kirkjunnar segir ennfremur að skortur á kurteisi, ruddaleg hegðun, blótsyrði og guðlast sé fordæmt. Hins vegar segir að samgöngur geti „eflt kristileg gildi, varkárni, þolinmæði og góðmennsku.”

Í skjalinu eru einnig tíu reglur fyrir ferðalanga með vísun í boðorðin tíu, þar kemur meðal annars fram að sá sem þekki Jesú fari varlega og að bifreiðar megi ekki vera tjáningarmáti fyrir vald, yfirráð eða afsökun fyrir syndgun. Í reglunum er einnig minnst á vændi, heimilislausa og börn sem búa á götunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert