Bretar munu ekki biðjast afsökunar á aðalstign Rushdie

Salman Rushdie
Salman Rushdie

Bresk stjórnvöld munu ekki biðjast afsökunar á því að hafa aðlað rithöfundinn Salman Rushdie þrátt fyrir mótmæli meðal múslima. Að sögn John Reid, innanríkisráðherra Bretlands, segir að ríkisstjórnin muni standa við ákvörðun sína um að aðla Rushdie.

Trúarmálaráðherra Pakistans, Ijaz-ul-Haq, sagði í gær að aðalstignin sem Rushdie var veitt um helgina kunni að ýta leiða til hryðjuverka. Ef einhver brygði á það ráð að fremja sjálfsvígsárás til að verja heiður Múhameðs spámanns væri það fyllilega réttlætanlegt.

Árið 1989 dæmdi Ruhollah Khomeini, æðsti klerkur byltingarstjórnarinnar í Íran, Rushdie til dauða fyrir guðlast. Að mati Khomeinis fól bókin Söngvar Satans eftir Rushdie í sér siðlausa og móðgandi umfjöllun um Múhameð spámann og eiginkonur hans. Jafnframt taldi Khomeini að bókin rangtúlkaði og afbakaði boðskap Kóransins. Hæfileg refsing fyrir slíkt guðlast væri dauðadómur. Þurfti rithöfundurinn að fara huldu höfði árum saman vegna dauðadómsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert