Cameron hvetur Brown til að boða til kosninga strax

David Cameron, formaður breska Íhaldsflokksins
David Cameron, formaður breska Íhaldsflokksins Retuers

David Cameron, leiðtogi breskra íhaldsmanna, hvatti í dag Gordon Brown, sem tekur við embætti forsætisráðherra Bretlands í vikunni, til að boða til kosninga undir eins. Sagði Cameron að Brown hefði ekkert umboð til að stjórna landinu, og að hann ætti að boða til kosninga strax ef honum væri alvara um að hlusta á íbúa landsins.

„Tony Blair sagðist ætla að sitja heilt kjörtímabil, en gerði það ekki. Gordon Brown hefur ekkert umboð til að vera forsætisráðherra og getur ekki verið sú breyting sem þjóðin þarf.", sagði Cameron.

Brown skipaði í gær Douglas Alexander, samgönguráðherra, til að sjá um kosningamál flokksins, en það þykir benda sterklega til þess að Brown hyggist boða til kosninga innan árs. Yfirstandandi kjörtímabili lýkur ekki fyrr en í maí 2010, en Brown tekur sjálfkrafa við forsætisráðherraembættinu sem nýkjörinn formaður flokksins sem hefur meirihluta á breska þinginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert