Krefjast lausnargjalds fyrir þriggja ára stúlku sem var rænt

Mannræningjar litlu stúlkunnar, Margaret Hill, sem var rænt á fimmtudag í borginni Port Harcourt í Nígeríu hafa krafist lausnargjalds fyrir stúlkuna. Móður hennar neitar að segja hversu mikið fé þeir vilja fá fyrir Hill sem er þriggja ára gömul. Það eina sem hún sagði við AP-fréttastofuna var að hún vissi ekki hvernig hún gæti útvegað jafn mikið fé og krafist væri.

Forseti Nígeríu, Umaru Yar'Adua, hefur fyrirskipað öryggissveitum hersins að tryggja að hún sleppi heil á höldnu úr klóm mannræningjanna. Lögregla hefur sagt að ekki verði beitt vopnum við að frelsa stúlkuna en henni var rænt af vopnuðum mönnum er hún var á leið í skóla á fimmtudag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert