Lady Bird Johnson látin

Lady Bird Johnson, ekkja Lyndons B. Johnsons, fyrrum Bandaríkjaforseta, lést í dag 94 ára að aldri á heimili sínu í Austin í Texas. Lady Bird átti við nokkra vanheilsu að stríða á síðustu æviárum sínum og fékk m.a. heilablóðfall árið 2002 en kom samt fram við opinber tækifæri eftir það.

Lady Bird tók virkan þátt í stjórnmálastarfi eiginmanns síns þegar hann var þingmaður og síðan varaforseti Bandaríkjanna 1960 til 1963 og forseti 1963 til 1968. Johnson lést árið 1973.

Lyndon og Lady Bird eignuðust tvær dætur, Lynda Bird, sem fæddist 1944, og Luci Baines, sem fæddist 1947. Þau hjónin fluttust til Texas eftir að Lyndon lét af forsetaembætti.

Lady Bird Johnson árið 1967.
Lady Bird Johnson árið 1967. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert