Læknamistök leiddu til dauða barns

Alvarleg læknamistök leiddu til þess að tveggja daga gamall drengur lét lífið og að móðir hans muni ekki geta eignast fleiri börn. Þrjú ár eru síðan kínversk hjón misstu nýfæddan son sinn á sjúkrahúsi á Fjóni í Danmörku og hafa þeim nú verið dæmdar tæpar 19 milljónir íslenskra króna í bætur.

Berlingske Tidende skýra frá því að rannsókn hafi leitt í ljós að læknir hafi beðið allt of lengi með að framkvæma neyðarkeisarauppskurð.

Fram kemur að sérfræðingar telja að hægt hefði verið að bjarga drengnum ef rétt hefði verið staðið að málunum. Móðirin hefur átt við geðræn vandamál að stríða síðan barnið dó.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert