Aðbúnaður barna slæmur í innflytjendabúðum á Spáni

Fólk sem komið hefur ólöglega til Spánar í innflytjendabúðum á …
Fólk sem komið hefur ólöglega til Spánar í innflytjendabúðum á Kanaríeyjum. Reuters

Hundruð barna sem hafa komið ólöglega til Kanaríeyja búa þar við mjög slæman aðbúnað, samkvæmt upplýsingum mannréttindasamtakanna Human Rights Watch. Börnin eru svöng og sæta jafnvel ofbeldi af hálfu starfsmanna í innflytjendabúðum spænskra yfirvalda. Um 900 börn, sem ekki eru í fylgd með fullorðnum, eru nú í slíkum búðunum í landinu. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Í skýrslu samtakanna "Unwelcome Responsibilities: Spain's Failure to Protect the Rights of Unaccompanied Migrant Children in the Canary Islands" kemur fram að flest barnanna séu drengir frá Senegal og Marokko og að þeim hafi fram til þessa verið haldið í búðunum í ótakmarkaðan tíma. Þá er greint frá því í skýrslunni að fjölmörg börn í búðunum hafi borið vitni um það að þau hafi séð starfsfólk beita börn ofbeldi. Þá segja þau starfsfólk búðanna láta ofbeldi í búðunum afskiptalaust.

Yfirvöld á svæðinu segja ásakanir samtakanna órökstuddar. Þá segja þau að rannsóknir á fullyrðingunum sem þessum hafi ekki leitt neitt misjafnt í ljós.

Samkvæmt nýju samkomulagi Evrópusambandsins og nokkurra Afríkuríkja eru börn sem koma ólöglega til Evrópusambandsríkjanna send aftur til heimalanda sinna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert