Völd rússnesku leyniþjónustunnar vaxa stöðugt samkvæmt könnun

Höfuðstöðvar FSB, rússnesku leyniþjónustunnar, í Moskvu.
Höfuðstöðvar FSB, rússnesku leyniþjónustunnar, í Moskvu. Reuters

Rússar telja að leyniþjónusta landsins, FSB, komi næst forsetanum hvað völd snertir í landinu. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem sjálfstæð stofnun, Levada Centre, hefur sent frá sér. Árið 2001 var FSB í áttunda sæti yfir valdamestu aðilana í rússnesku þjóðlífi.

Alls tóku 1.600 manns þátt í könnuninni. Vladimír Pútín var í fyrsta sæti listans líkt og endranær en þessar kannanir hafa verið gerðar frá árinu 2001. Pútín var yfirmaður FSB áður en hann var kjörinn forseti landsins. Frá því að Pútín var kjörinn forseti hafa ekki einungis völd leyniþjónustunnar aukist heldur einnig hersins og saksóknaraembætti ríkisins. Hins vegar hefur dregið úr áhrifum þingsins og stjórnmálaflokka, samkvæmt könnun Levada. Á listanum yfir fimmtán áhrifamestu aðilana í rússnesku þjóðlífi þá skipa menntamenn neðsta sætið líkt og endranær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert