Umhverfissinnar í stríð við eigendur jeppa og lúxusbíla

Brandenborgarhliðið í Berlín.
Brandenborgarhliðið í Berlín. mbl.is/GSH

Róttækir umhverfissinnar í Þýskalandi hafa lýst stríði á hendur eigendum jeppa og stórra lúxusbíla, og segir lögreglan í Berlín að þar hafi verið stungið á dekk á rúmlega áttatíu slíkum bílum á tæpri viku. Hafa umhverfissinnarnir látið til skarar skríða víðsvegar um borgina í skjóli nætur.

Frá þessu greinir fréttastofa Reuters.

Róttæklingarnir hafa skilið eftir handskrifaðar orðsendingar til eigenda bílanna og minnt á tengslin á milli koltvísýringslosunar og hlýnunar í andrúmslofti jarðarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert