Ban lofar að aðstoða Norður-Kóreu

Ban Ki-moon hefur heitið N-Kóreu aðstoð.
Ban Ki-moon hefur heitið N-Kóreu aðstoð. Retuers

Framkvæmdastjóri Sameinuðu Þjóðanna, Ban Ki-moon hefur heitið aðstoð SÞ og beðið teymi á vegum SÞ að meta skemmdir á landi og þarfir íbúa Norður-Kóreu í kjölfar flóðanna þar í landi. N-Kórea hefur beðið um aðstoð Matvælastofnunar SÞ.

Mikið af ræktanlegu landi hefur eyðilagst í flóðunum eða um einn tíundi hluti og einnig er talið að uppskerubrestur sé í vændum sem geti leitt til alvarlegrar hungursneyðar í landinu.

Samkvæmt fréttavef BBC hafa bæði Bandaríkin og Suður-Kórea sagt að þau myndu íhuga að veita aðstoð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert