ESB hvetur ríkisstjóra Texas til að hætta við dauðarefsingar

Andstæðingar dauðarefsinga fyrir utan San Quentin-fangelsið
Andstæðingar dauðarefsinga fyrir utan San Quentin-fangelsið AP

Evrópusambandið hefur hvatt ríkisstjóra Texas í Bandaríkjunum til að hætta dauðarefsingum og segja refsinguna grimma og ómannúðlega. Fjögur hundruðasta aftakan fer fram í ríkinu á morgun, en þá verður maður að nafni Johnny Ray Conner tekinn af lífi fyrir að hafa myrt afgreiðslumann í matvöruverslun árið 1998 .

Í yfirlýsingunni segir að Evrópusambandið harmi mjög að til standi að framfylgja dómnum, og er Rick Perry, ríkisstjóri Texas hvattur til að nýta vald sitt til að aflýsa öllum fyrirhuguðum aftökum, og íhuga bann við þeim í ríkinu.

„Það eru engar sannanir sem benda til þess að dauðarefsing gagnist til að koma í veg fyrir opfbeldisglæpi og þar sem refsingin er óafturkræf er ekki hægt að bæta úr þar sem réttlætið hefur misfarist, eftir að henni hefur verið fullnægt”, segir í yfirlýsingu ESB.

1.090 hafa verið teknir af lífi síðan banni við dauðarefsingu var aflétt í Bandaríkjunum árið 1976, meira en þriðjungur þeirra í Texas.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert