Angela Merkel áhrifamesta konan um þessar mundir

Angela Merkel á Grænlandi. Hún er áhrifamesta kona heims að …
Angela Merkel á Grænlandi. Hún er áhrifamesta kona heims að mati Forbes. Reuters

Bandaríska tímaritið Forbes telur að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sé áhrifamesta kona heims um þessar mundir. Blaðið birtir árlega lista yfir valda- og áhrifamestu konurnar og er þetta annað árið í röð sem Merkel er efst á þeim lista. Listinn nú ber það með sér að áhrif viðskiptalífsins aukast stöðugt.

Wu Yi, aðstoðarforsætisráðherra Kína, er í 2. sæti og Ho Ching, forstjóri Temasek Holdings í Singapúr, er í 3. sæti. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er í 4. sæti og Indra Nooyi, forstjóri PepsiCo, í fimmta sæti.

Í næstu sætum eru Sonia Ghandi, leiðtogi Kongressflokksins á Indlandi, Cynthia Carroll, forstjóri námufélagsins Anglo American, Patricia Wortz, forstjóri Archer Daniels Midland, Irene Rosenfeld, forstjóri Kraft Foods og Patricia Russo, forstjóri Alcatel-Lucent.

Alls birtir Forbes nöfn 100 kvenna. Elísabet Englandsdrottning hækkaði um 23 sæti á listanum og er í 23. sæti. Blaðið vísar til þess að drottningin njóti nú vaxandi velvildar fjölmiðla.

Tveir Norðurlandabúar eru á listanum. Tarja Halonen, forseti Finnlands, er í 50. sæti og Antonia Ax:son Johnson, aðaleigandi Axel Johnson AB Group í Svíþjóð, er í 69. sæti.

Umfjöllun Forbes um áhrifamestu konur heims

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert