Foreldrar Madeleine biðja fjölmiðla um að draga úr umfjöllun

Foreldarar Madeleine McCann, Gerry og Kate McCann.
Foreldarar Madeleine McCann, Gerry og Kate McCann. AP

Foreldrar bresku stúlkunnar Madeleine McCann hafa ákveðið að lögsækja portúgalskt dagblað fyrir að halda því fram að lögregla í landinu teldi að þau hefðu drepið dóttur sína, sem hvarf úr sumarleyfisíbúð fjölskyldunnar í Praia da Luz í Algarve þann 3. maí. Þá hefur Gerry McCann beðið fjölmiðla um að draga úr umfjöllun sinni um málið þar sem engin ástæðu til að birta daglega myndir af Madeleine. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Lögfræðingur hjónanna segir staðhæfingar blaðsins Tal & Qual um að þau hafi valdið dauða Madeleine ósannar og að þær hafi valdið hjónunum þjáningu og niðurlægingu en lögregla hefur síðar lýst því yfir að Kate og Gerry McCann liggi ekki undir grun í málinu.

Fyrr í þessum mánuði greindi lögregla hins vegar frá því að vísbendingar hefðu komið fram sem bentu til þess að Madeleine hefði látist í íbúðinni. Í kjölfar þess hélt blaðið því fram að Madeleine hefði annað hvort látist af slysförum eða að foreldrar hennar hefðu gefið henni svefnlyf eða önnur lyf sem hefðu dregið hana til dauða. Foreldrarnir snæddu kvöldverð ásamt vinum sínum á veitingastað í nágrenni í búðarinnar er stúlkan hvarf. Þau báðu upphaflega fjölmiðla um að halda umfjöllun um hvarf stúlkunnar lifandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert