3.000 skilvindur til að auðga úran starfandi í Íran

Íranar hafa náð takmarki sínu um að smíða 3.000 skilvindur sem notaðar eru til að auðga úran. Mahmoud Ahmadinejad, forseti landsins tilkynnti um þetta í dag. Íranskar fréttastofur hafa eftir Ahmadinejad að rúmlega 3.000 skilvindur séu nú virkar og að nýjar séu settar upp í hverri viku.

,,Heimsveldin héldu við hverja ályktun að Íranar myndu gefa eftir, en með hverri ályktun hafa Íranar náð nýjum áfanga.”, sagði Ahmadinejad fjölmiðlum.

Tvær ályktanir um refsiaðgerðir gegn Írönum hafa þegar verið samþykktar hjá SÞ, og vilja Bandaríkjamenn nú að sú þriðja verði samþykkt ef Íranar hætta ekki auðgun úrans.

Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert