Skilin eftir nakin og rænulaus á götu í Danmörku

Fjórir karlmenn og þrjár konur hafa verið handtekin í Danmörku eftir að nakin og rænulaus 35 ár kona fannst á götu vestur af Skive í morgun. Fólkið mun allt þekkja konuna og er það sakað um að hafa misþyrmt henni. Þá er hluti hópsins sakaður um að hafa reynt að drepa hana. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

“Henni var misþyrmt á nokkrum stöðum, m.a. þar sem hún fannst. Það bendir allt til þess að hún hafi rifist við kunningja sína í gærkvöldi eða nótt og að það hafi leitt til ofbeldisins,” segir Ole Henriksen, lögreglustjóri á Mið- og Vestur-Jótlandi.

Hin grunuðu eru á aldrinum 16 til 44 ára en það var póstburðarmaður sem fann konuna er hann var við vinnu sína í morgun.

Konan er talin í lífshættu aðallega vegna þess hversu köld hún var orðin er hún fannst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert