Foreldrar Madeleine á heimleið

Gerry og Kate McCann
Gerry og Kate McCann Reuters

Foreldrar Madeleine McCann eru lögð af stað heim til Bretlands frá Portúgal en portúgalska lögreglan hefur ásakað þau um að hafa verið völd að láti Madeleine í byrjun maí. Ekkert hefur til hennar spurst síðan. Gagnrýna foreldrar Madeleine, Gerry og Kate McCann vinnubrögð portúgölsku lögreglunnar harðlega. McCann-hjónin yfirgáfu íbúð sína í Praia de Luz snemma í morgun en þau hafa dvalið þar frá hvarfi Madeleine.

Samkvæmt heimildum Sky fréttastofunnar þá eru hjónin á leið til flugvallarins í Faro þar sem ætla að fljúga til flugvallar í nágrenni heimabæjar þeirra í Leicestershire.

Samkvæmt AFP fréttastofunni hafði verið talið að þau myndu ekki yfirgefa Portúgal eftir að hafa fengið réttarstöðu grunaðra á föstudag. En heimild Sky fréttastofunnar segir að McCann hjónin hafi ákveðið að halda heim eftir að portúgalska lögreglan gaf þeim leyfi til þess að yfirgefa landið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert