Sjálfsvíg framið á hálfrar mínútu fresti

Um 3000 manns fremja sjálfsmorð að jafnaði í heiminum á hverjum sólarhring sem þýðir að á hálfrar mínútu fresti fellur einhver fyrir eigin hendi. Sjálfsmorðstilraunir eru mun fleiri. Þetta kemur fram í skýrslu, sem, Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, hefur sent frá sér í tilefni af alþjóðlegum sjálfsvígsvarnadegi.

„Allt of margir á öllum aldri taka eigið líf," segir í skýrslunni. „Oft tekur það fjölskyldur og vini mörg ár að komast yfir það tilfinningalegt áfall, sem þetta hefur í för með sér."

WHO segir að sjálfsmorðstíðni hafi aukist um 60% á undanfarinni hálfri öld og tíðnin hafi aukist mun meira í þróaðri ríkjum. Þannig sé sjálfsvíg ein helsta dánarorsök fólks á aldrinum 15 til 34 ára en dánartíðnin af þessum orsökum er mest á meðal 60 ára og eldri.

WHO segist vinna að því, að ekki hvíli lengur bannhelgi á umræðu um sjálfsvíg eða að litið verði á þau sem viðunandi lausn á persónulegum eða félagslegum vandamálum heldur sem heilbrigðisvandamál sem rekja megi til sálfræðilegra, menningarlegra og umhverfislegra áhættuþátta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert